Student Refugees

Fyrirtækja logo Landssamtök íslenskra stúdenta
Landssamtök íslenskra stúdenta
21. júní 2019

Verkefnið felur í sér að útbúa leiðarvísi, handbók og vefsíðu með upplýsingum sem flóttafólk þarf á að halda til þess að sækja um háskólanám

Heimsmarkmið sem tengjast verkefninu

Verkefnalýsing

Student Refugees er verkefni að danskri fyrirmynd en Studenterhuset í Danmörku halda uppi vefsíðunni www.studentrefugees.dk. LÍS vilja yfirfæra verkefnið að íslenskum stöðlum og setja upp vefsíðuna studentrefugees.is sem mun halda utan um allar þær upplýsingar sem flóttafólk þarf á að halda til að sækja um og hefja nám á háskólastigi á Íslandi. Markmið starfshóps Student Refugees á Íslandi er að afla gagna og upplýsinga fyrir leiðarvísi verkefnisins og setja upp handbók sem nýtist við gerð vefsíðunnar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands, ENIC/NARIC og Rauða Krossinn. Verkefnið hefur fengið styrki frá Landsbankanum og ESU, Evrópusamtökum stúdenta, sem munu nýtast við gerð vefsíðunnar.

Markmið verkefnis

Auka aðgengi að háskólakerfinu á Íslandi.

Hvenær er áætlað að markmiðinu verði náð?

Stefnt er að því að vefsíða Student Refugees fari í loftið í fyrir byrjun september 2019.;Studenterhuset í Danmörku býður upp á Application Café sem er viðburður þar sem sjálfboðaliðar veita persónulega aðstoð og ráðgjöf í gegnum umsóknarferli háskólanna. LÍS stefna á að setja á fót Application Café hér á landi haustið 2020.

Mældur árangur

Á vefsíðu Student Refugees verður könnun sem notendur geta svarað. Könnunin verður notuð til þess að bæta verkefnið.

Tengdir hlekkir

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira